Húsið og garðurinn

Alþingishúsið stendur við Austurvöll. Það var reist á árunum 1880–1881. Tvær viðbyggingar hafa verið reistar við húsið, Kringlan 1908–1909 og Skálinn árið 2002. Tjarnarmegin við húsið er Alþingisgarðurinn sem gerður var á árunum 1893–1895.

 

Aðdragandi að byggingu Alþingishússins

Í aðdraganda 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar árið 1874 kom fram sú hugmynd að minnast ætti tímamótanna með byggingu veglegs húss yfir starfsemi Alþingis og söfn landsins, Stiftsbókasafnið og Forngripasafnið. Þinghaldið hafði þá farið fram í Latínuskólanum í Reykjavík síðan 1845 og söfnin tvö bjuggu við þrengsli uppi á lofti Dómkirkjunnar.

Byggingarnefnd var skipuð til að annast framkvæmdir og réði hún Ferdinand Meldahl, danskan húsameistara og forstöðumann Fagurlistaskólans í Kaupmannahöfn, til að teikna húsið. Danskur yfirsmiður var ráðinn, Fredrik Anton Bald.

Tryggva Gunnarssyni alþingismanni var falið að vinna með Meldahl að teikningunum og afla byggingarefnis í Kaupmannahöfn. Í ævisögu Tryggva segir að mikil áhersla hafi verið lögð á það við hann að semja skilmerkilega um kaup og kjör til þess að fyrirbyggja að reikningar kæmu eftir á. Engu síður fór kostnaður þó 25% fram úr áætlun og alls kostaði byggingin um 125 þúsund krónur. Sú upphæð var á þeim tíma um þriðjungur af fjárlögum ársins.

Í fyrstu var ætlunin að reisa þinghúsið við Arnarhól, á þeim slóðum þar sem Ingólfsstræti er nú. Byrjað var að grafa þar grunn og flytja byggingarefni á staðinn en allmiklar deilur höfðu staðið um byggingarstaðinn. Þegar yfirsmiðurinn Bald kom til landsins um vorið 1880 fékk hann því framgengt að ný lóð var fengin fyrir þinghúsið á norðurbakka Reykjavíkurtjarnar. Spildan var í eigu hjónanna Halldórs Kr. Friðrikssonar og Leopoldinu Friðriksson sem notuðu hana fyrir matjurta- og skrúðgarð sinn. Var kaupverð lóðarinnar 2.500 krónur eða 2,5% af áætluðum byggingarkostnaði hússins og þótti mörgum hún firnadýr.

Alþingisgarðurinn í sumarskrúða, Skálinn og Alþingishúsið.
©Hildur Gróa Gunnarsdóttir

Alþingisgarðurinn í sumarskrúða, Skálinn og Alþingishúsið.
©Hildur Gróa Gunnarsdóttir

Upphaflega stóð til byggja Alþingishúsið við Arnarhól, á þeim slóðum þar sem Ingólfsstræti er nú.

Tímamót í steinhúsasögu á Íslandi

Hilmar Finsen landshöfðingi lagði hornstein Alþingishúsinu 9. júní 1880 og var húsið reist á árunum 1880–1881. Erlendir steinsmiðir unnu byggingu hússins en Íslendingar voru þeim til aðstoðar. Lét landshöfðingi boð út ganga um ungir menn, víðs vegar af landinu, gætu fengið vinnu við smíði hússins því honum var ljóst þar gæfist gott tækifæri til nema steinsmíði.

Útveggirnir eru tvíhlaðnir, úr grágrýti sem aðallega var tekið í Skólavörðuholtinu þar sem er Óðinsgata. Áður var venjan kljúfa eða höggva til holtagrjót til bygginga en var í fyrsta sinn notað púður til sprengja klappir í lengjur sem síðan voru höggnar til. Tilhöggnu grjóti var ekið á fjórhjóla vögnum með tveimur hestum fyrir og vetrarlagi var það dregið á sleðum beint niður Tjörn og eftir henni húsgrunninum. Var gerður vegur, svokallaður Baldsvegur, frá grjótnáminu og niður holtið, rétt fyrir sunnan þar sem eru Bjargarstígur og Hellusund. Til byggingarinnar voru notaðir um það bil 550 rúmmetrar af steini.

Bygging Alþingishússins markaði á margan hátt tímamót í steinhúsasögu landsins. Steinhleðslan var mun fullkomnari en í fyrri steinhúsum. Steypujárn, eða pottjárn, var meira notað í byggingarhluta en áður hafði sést, t.d. í burðarsúlur, stiga, svalahandrið og bita. Talið er steinsteypa hafi í fyrsta sinn verið notuð í Reykjavík við byggingu Alþingishússins.

Allt tréverk í húsinu var forsmíðað í Landskrona í Svíþjóð. Pottjárn í stiga og málmur í skildi, svalahandrið og skreytingar var steypt í Kaupmannahöfn, þar sem stólar voru líka smíðaðir. Það eina sem Íslendingar smíðuðu voru borð og bókahillur og klæðning utan um súlur í anddyrinu. Járn í burðarbita kom frá Englandi.

Miklar frosthörkur einkenndu veturinn 1880–1881 en engu síður var unnið á hverjum degi og áætlanir um húsið skyldi fullsmíðað áður en þing kæmi saman sumarið 1881 stóðust. Vegna kuldans þurfti mikla kyndingu og var um 250 kílóum af kolum brennt á dag til halda hita á smiðum og verkamönnum. staðaldri voru 18 menn við verkið frá kl. 6 morgni til kl. 19 kvöldi og var unnið við birtu frá 25 lömpum.

Alþingishúsið nýreist árið 1881. – Þjóðminjasafn Íslands, Lpr-601. Ljósmyndari: Sigfús Eymundsson.

Alþingishúsið nýreist árið 1881. – Þjóðminjasafn Íslands, Lpr-601. Ljósmyndari: Sigfús Eymundsson.

Vissir þú grjótið sem notað var í byggingu Alþingishússins var dregið á hestvögnum ofan úr Þingholtum?

Alþingisgarðurinn

Alþingisgarðurinn var gerður á árunum 1893–1895. Hann er einn af fyrstu skrúðgörðunum á Íslandi, gerður í þeim megintilgangi að vera til prýði og yndis þeim sem um hann ganga. Alþingisgarðurinn er elsti og best varðveitti garður við opinbera byggingu á Íslandi.

Undirbúningur að gerð Alþingisgarðsins hófst með fjörugum umræðum á Alþingi um garðrækt og garðskipulag en fram til þessa hafði garðyrkja helst tengst ræktun matjurta. Tryggva Gunnarssyni alþingismanni var falið að hafa umsjón með verkinu og drög að teikningum garðsins benda til þess að hann hafi hannað garðinn. Tryggvi sinnti garðinum af mikilli alúð, ekki síst eftir að hann hætti afskiptum af stjórnmálum. Hann var jarðsettur í garðinum að eigin ósk og er garðurinn því vígður heimagrafreitur. Brjóstmynd Tryggva á stöpli yfir gröfinni er eftir Ríkarð Jónsson. Lágmyndin á stöplinum heitir Verndarhlynur dýranna og er gerð árið 1916, en Tryggvi var stofnandi og fyrsti formaður Dýraverndarfélags Íslands.

Form garðsins er stílhreint, hann er ferhyrndur með hringlaga grasflöt í miðju. Skipulag garðsins er nánast óbreytt en af upprunalegum gróðri er líklega ekkert eftir.

Tryggvi Gunnarsson vökvar Alþingisgarðinn.
© Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Magnús Ólafsson

Tryggvi Gunnarsson vökvar Alþingisgarðinn.
© Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Magnús Ólafsson

Tryggvi Gunnarsson, alþingismaður og frumkvöðull gerð Alþingisgarðsins, er jarðsettur í garðinum sem er vígður heimagrafreitur.

Kringlan

Alþingi samþykkti árið 1905 lög um stofnun byggingarsjóðs og byggingu opinberra bygginga. Í þeim var gert ráð fyrir verja allt 160 þúsund krónum til byggingar húss yfir söfn landsins og 50 þúsund krónum til byggja risnuherbergi til afnota fyrir Alþingi og leggja hitalagnir í Alþingishúsið.

Í greinargerð með frumvarpinu var tekið fram enginn ráðherrabústaður risnuherbergi væri til þar sem hægt væri taka á móti tignum erlendum gestum eða þjóðhöfðingjum. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir byggingu ráðherrabústaðar en það samþykkti þingið ekki, heldur taldi nóg reisa útbyggingu við Alþingishúsið til gestamóttöku. Í þessum tilgangi var Kringlan byggð við Alþingishúsið á árunum 1908–1909. Hún er á tveimur hæðum, með móttökuherbergi á efri hæð, á neðri hæð var eldhús og undir þeim kjallari þar sem komið var fyrir miðstöð fyrir allt húsið.

Danskur arkitekt, Frederik Kjörboe, sem kominn var til Íslands til annast eftirlit með byggingu Safnahússins við Hverfisgötu, mun hafa teiknað Kringluna. Hún er nokkru skrautlegri en aðrir hlutar Alþingishússins, með gulllagðri rósettu í lofti og rósasveigum yfir inngangi. Líklegt teljast upphaflegt hlutverk Kringlunnar sem risnuherbergis hafi ráðið þar nokkru. Skreytingarnar í Kringlunni voru hreinsaðar og færðar til upprunalegs horfs sumarið 1994.

Kringlan í Alþingishúsinu. ©Guðmundur Ingólfsson

Kringlan í Alþingishúsinu. ©Guðmundur Ingólfsson

Kringlan er nokkru skrautlegri en aðrir hlutar Alþingishússins, með gulllagðri rósettu í lofti og rósasveigum yfir inngangi.

Breytingar í áranna rás

Margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á Alþingishúsinu innan stokks í áranna rás. Ýmsar nýjungar hafa kallað á breytingar og þar nefna tilkomu símans, rafmagns, miðstöðvarkyndingar, tölvu- og tæknibúnaðar. Herbergjaskipan á fyrstu hæð er nokkuð breytt og árið 1939 voru þingpallar stækkaðir og viðbótin gerð þar sem áður voru herbergi Forngripasafnsins.

Alþingishúsið var í upphafi byggt sem fjölnotahús, því fyrst um sinn var tiltölulega rúmt í húsinu, enda kom Alþingi þá aðeins saman annað hvert ár og sat einungis fáar vikur í senn. Auk þess hýsa starfsemi Alþingis voru þar fyrstu árin tvö söfn, Forngripasafn (síðar Þjóðminjasafn) og Stiftsbókasafn (síðar Landsbókasafn). Listasafnið bættist svo við árið 1885. Forngripasafnið var flutt yfir í nýbyggt hús Landsbankans árið 1899 og þá flutti Landsskjalasafnið (síðar Þjóðskjalasafn) inn í Alþingishúsið. Veturinn 1908–1909 fluttu síðan Stiftsbókasafnið og Landsskjalasafnið í nýreist safnahús við Hverfisgötu. Eftir því sem Listasafnið stækkaði var verkum úr því komið fyrir í ýmsum opinberum byggingum en mörg voru áfram til sýnis í Alþingishúsinu, allt þar til safnið fékk til umráða eigið húsnæði í húsi Þjóðminjasafnsins. Þegar Háskóli Íslands tók til starfa árið 1911 fékk hann húsnæði á 1. hæð Alþingishússins og þar var hann fram til ársins 1940 þegar háskólabyggingin var tilbúin. Menntaskólinn í Reykjavík var einnig með kennslu í Alþingishúsinu veturinn 1940–1941. Þá hafði ríkisstjóri aðsetur í húsinu frá 1941 og síðar forsetaembættið sem hafði þar skrifstofur fram til 1973. Fyrst þá fékk Alþingi allt húsið til afnota.

Árið 1934 voru smíðuð borð í báða þingsali og um leið settir ræðustólar í hvorn um sig en þeir voru í fyrstu einungis notaðir við útvarpsumræður. Annars töluðu þingmenn úr sætum sínum sem fyrr eða þar til farið var taka ræður þeirra upp á segulband 1952. Guðjón Samúelsson teiknaði nýju innréttingarnar en Þorsteinn Sigurðsson húsamiður smíðaði.

Endurbætur í átt upprunalegu útliti

Ýmsar breytingar hafa síðan verið gerðar í þingsalnum eftir því sem þingmönnum hefur fjölgað. Þaðan eru horfin sæti og borð þingskrifara, tveggja í hvorri deild, en störf þeirra voru lögð niður þegar hljóðupptökur hófust í þingsalnum.

Þingmennirnir 63 hafa hver sitt sæti í þingsalnum. Við gluggavegg eru sæti ráðherra. Innréttingarnar í salnum eru hannaðar af Gunnari Ingibergssyni og voru settar upp 1987. Stóll forsetans fyrir miðjum sal mun vera skorinn út af Ríkarði Jónssyni. Forsetaborðið er frá 1934 og stóð upphaflega í sal efri deildar en var flutt í þingsalinn vorið 1991 þegar Alþingi var gert einni málstofu. Ræðustóllinn er líka ættaður úr efrideildarsalnum en honum hefur verið breytt svo fatlaðir eigi greiða leið í ræðustólinn. Stóla skrifstofustjóra Alþingis og starfsmanna skrifstofu Alþingis beggja vegna við forsetastólinn hannaði Guðjón Samúelsson um 1930.

Bak við stól forseta er gengið út á svalir hússins sem vísa út Austurvelli. Eina málverkið sem prýðir veggi þingsalarins er af Jóni Sigurðssyni, málað af danska listmálaranum August Schiött. Litir á veggjunum eru upprunalegir og er leitast við halda þeim. Ljósakrónurnar tvær voru í salnum fram yfir miðja 20. öld og síðan aftur frá 2004.

Sjónvarpsvélar eru í þingsalnum, til taka upp umræður úr þingsal sem sýndar eru á vef Alþingis og í sjónvarpi. Sjónvarpsútsendingar hófust árið 1992.

Gagngerar endurbætur voru gerðar á Alþingishúsinu á árunum 2003–2005, innan húss og utan. Engar heildstæðar viðgerðir höfðu þá verið gerðar á húsinu frá því að  það var byggt árið 1881. Umfangsmiklar viðgerðir á útveggjum hússins reyndust nauðsynlegar en viðhald á þeim hafði verið lítið frá upphafi. Ákveðið var færa húsið innan sem næst upprunalegu horfi og margvíslegar viðgerðir unnar á veggjum, gólfum og loftum, meðal annars voru lagfærðar skemmdir eftir jarðskjálfta í suðvesturhluta hússins. Sett var lyfta í húsið, svo eiga fatlaðir greiðan aðgang þingsalnum og þingpöllum.

Húsgögn voru endurnýjuð árið 2005. Um leið og stefnt var heildstæðara yfirbragði húsgagna í þinghúsinu var talið mikilvægt húsgögnin væru íslensk hönnun. Þau eru öll úr eik og stólarnir klæddir leðri. Litir á áklæði taka mið af upprunalegum litum á veggjum Alþingishússins.

Í gamla daga voru fjögur söfn til húsa í Alþingishúsinu. Þar var líka Háskóli Íslands í nærri þrjá áratugi.

Skálinn

Skálinn er þjónustuhús fyrir Alþingi og þar er nú aðalinngangurinn í þinghúsið, matstofa og ýmis aðstaða önnur fyrir starfsemi sem styður við þinghaldið. Þingflokksherbergi eru í Skála en að öðru leyti er starfsaðstaða þingmanna í Alþingishúsinu og nálægum húsum við Austurvöll þar sem skrifstofur þingmanna og starfsliðs þeirra eru.

Árið 1986 var efnt til samkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit sem hýsa skyldi nær alla þjónustu fyrir þingið, en þingsalur og nánasta þjónusta við hann yrði þó áfram í Alþingishúsinu. Með Alþingisreit er átt við svæðið sem afmarkast af Kirkjustræti, Templarasundi, Vonarstræti og Tjarnargötu.

Upphaflega var áformað að rífa öll gömlu húsin við Kirkjustræti og tengja nýbygginguna neðan jarðar við þinghúsið. Sigurður Einarsson arkitekt hlaut 1. verðlaun í samkeppninni. Sú bygging var ekki reist því þegar til kom þótti í of mikið ráðist í einu og var talið rétt að vinna að verkefninu í smærri áföngum. Í nýju skipulagi var ákveðið að byggja þjónustumiðstöð í tengslum við Alþingishúsið og endurgera flest gömlu húsin á reitnum en byggja hús fyrir skrifstofur þingmanna og þingnefndir á vesturhluta reitsins meðfram Tjarnargötu. Endurbyggingu tveggja timburhúsa við Kirkjustræti lauk árið 1996. Að loknu löngu undirbúningsferli samþykkti forsætisnefnd árið 1998 að reisa Skálann. Fyrsta skóflustungan var tekin í maí 1999 og byggingarvinnu lauk í september 2002.

Í hugmyndafræði Skálans er unnið með samtengingu fortíðar og framtíðar. Hann er úr tveimur meginbyggingarhlutum sem skerast af ás sem er hornréttur á Vonarstræti. „Þungi hluti“ Skálans er klæddur íslensku grágrýti og tengist Alþingishúsi í efnisvali og hlutföllum. Í „létta hlutann“ er notað gler og birki, byggingin er mjög opin og stórir gluggafletir tengja bygginguna við Alþingisgarðinn og Tjörnina. Látlaus og gagnsæ glerbygging tengir Skálann við Alþingishús á 1. og 2. hæð.

Alþingishúsið og Skálinn.
©Bragi Þór Jósefsson

Alþingishúsið og Skálinn.
©Bragi Þór Jósefsson

Nýbygging á Alþingisreit

Fyrsta skóflustungan nýbyggingu Alþingis var tekin 4. febrúar 2020 og markaði það formlegt upphaf framkvæmda við nýbyggingu nefndahúss á Alþingisreit.

Alþingisreiturinn svonefndi afmarkast af Kirkjustræti, Vonarstræti og Tjarnargötu og nýbyggingin rís á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. Í henni verða m.a. skrifstofur þingmanna, aðstaða þingflokka, fundarherbergi nefnda og skrifstofur starfsfólks  þeirra. Þessi starfsemi er í leiguhúsnæði við Austurstræti.

Nánar um nýbygginguna

Götumynd frá Vonarstræti.
© Studio Granda

Götumynd frá Vonarstræti.
© Studio Granda